"Every Moment Has A Meaning" - music video and Icelandic radio

"Every Moment Has A Meaning" er lag af nýjum disk sem er að koma frá mér á næstu dögum. Lag og texti er eftir mig og Franzisku Günther. Ég veit að það verður spilað í Popplandi, Rás tvö á morgun. Lagið er tileinkað öllu því góða fólki sem hefur orðið á vegi mínum í gegnum árin. Þá sérstaklega þær stelpur sem komu til Íslands uppúr 1970 til að vinna í Frystihúsum landsins. Þær höfðu áhrif á mig til hins betra. Ég henti saman stuttum myndstubbum frá ferð minni í gegnum lífið. Þetta lag var unnið af Halldóri Gunnari fjallabróður, öll hin lögin á disknum eru bara ég og gítarinn. Hægt að fá þetta á öllum netmiðlum, plús á heimasíðunni minni. www.siggi-bjorns.com/musik-shop

Nachricht hinterlassen